Polaroid heyrir sögunni til

Nú heyra myndaalbúm sem þetta sögunni til.
Nú heyra myndaalbúm sem þetta sögunni til. Árvakur/Ómar

Polaroid fyrirtækið sem hefur í áratugi framleitt sjálfframkallandi filmur og var brautryðjandi á því sviði mun innan tíðar loka tveimur verksmiðjum í Massachusetts og segja skilið við sjálfframkallandi filmur. Stafræn tækni hefur rutt Polaroid úr veginum.

Frá þessu segir í The Boston Globe en verksmiðjurnar tvær sem eru í Norwood og Waltham munu loka á fyrri hluta þessa árs og missa þá 150 manns vinnuna. Undir lok áttunda áratugarins störfuðu um 15 þúsund manns fyrir Polaroid í Massachusetts.

Þær verksmiðjur sem nú er verið að loka framleiða stórar filmur sem atvinnuljósmyndarar og listamenn nota gjarnan. Tvær aðrar verksmiðjur framleiða einnig þessar filmur í Mexíkó og Hollandi en áætlað er að þær muni einnig leggja niður framleiðsluna á þessu ári.

Talsmaður Polaroid sagði að fyrirtækið hefði áhuga á að finna aðila sem hefði áhuga á að framleiða Polaroid-vörur með þeirra leyfi en ef enginn slíkur fyndist þyrftu notendur að búa sig undir að nota aðra tækni við sína vinnu. Fyrirtækið hyggst framleiða nægar birgðir sem munu endast fram á næsta ár.

Polaroid hefur núþegar hætt framleiðslu á myndavélum fyrir tæpum 2 árum síðan en fyrirtækið hefur gengið til samstarfs við fyrrum starfsmenn sem fundu upp lítinn prentara sem prentar út myndir úr stafrænum myndavélum sem nefnast Zink prentarar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert