Vigdís Finnbogadóttir opnaði, ásamt nemendum úr Landakotsskóla, vefnámskeiðið www.englishgame.hi.is í gær. Námskeiðið er ætlað byrjendum í enskunámi og gerir þeim kleift að bæta við kunnáttu sína á nýstárlegan hátt.
Námskeiðið er ætlað byrjendum í enskunámi og gerir þeim kleift að bæta við kunnáttu sína á nýstárlegan hátt. Nemendur hanna eigin leikpersónu sem leysir tungumálaþrautir í björgunarleiðangri. Enskri málfræði og málnotkun er fléttað inn í atburðarásina.
Vefnámskeiðið er byggt á nýjustu kenningum um máltöku barna og markmið þess fylgja aðalnámskrá grunnskólanna.
Námskeiðið er þróað í Flash-forriti í Háskóla Íslands á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, verkefnisstjóri var Birna Arnbjörnsdóttir, dósent í rannsóknum og kennslufræði erlendra tungumála í enskuskor. Nemendur í Landakotsskóla aðstoðuðu við gerð námskeiðsins.