Bíll sem gengur fyrir lofti

Einn af loftbílum Negre. Mynd fengin af vef Popular Mechanics.
Einn af loftbílum Negre. Mynd fengin af vef Popular Mechanics.

Franskur verkfræðingur hefur heitið því að hefja sölu á bifreið sem gengur eingöngu fyrir þjöppuðu lofti innan árs og losar því engan koltvísýring. 

Hugmyndabíllinn, sem kallast OneCAT, er fimm sæta. Hann er smíðaður úr trefjagleri og vegur um 350 kg. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að hann muni aðeins kosta um 330.000 kr.

Bifreiðin gengur fyrir þjöppuðu lofti sem fyrr segir. Það er geymt í tönkum sem eru smíðaðir úr kolefnistrefjum og eru staðsettir á undirvagninum. Hægt er að fylla bílinn á aðeins þremur mínútum með sérstakri loftþjöppu. Það er mun skemmri tími sem það tekur að hlaða rafmangsbíl. Einnig er hægt að stinga honum í samband í fjórar klukkustundir, en þá sér innbyggð loftþjappa um að fylla bílinn.

Hönnuðurinn Guy Negre hefur í rúman áratug haldið því fram að hann væri við það að kynna tímamótasmíði til leiks. Menn eru nú á því að eitthvað sé í vændum hjá honum nú þar sem indverska stórfyrirtækið Tata hefur stutt hann fjárhagslega. Negre hefur því fengið tíma og fé til að fullklára vél bifreiðarinnar.

Negre segir að Tata sé eina stórfyrirtækið sem hann muni gefa leyfi til að selja bifreiðina. Tata stefnir á að selja bifreiðina á Indlandi en Negre vonast þó til þess að hann nái að telja hundruð fjárfesta á að setja á laggirnar sínar eigin verksmiðjur. Hann segir að með þessi verði vonandi hægt að smíða um 80% bifreiðarinnar úr efnum sem er að finna í nágrenni við verksmiðjuna. Það leiði til mikils sparnaðar og minni útblásturs.

Þá vill hann að sérhver verksmiðja sjái um að selja þær bifreiðir sem hún framleiðir. Þannig verði milliliðurinn úr sögunni. Negre segist stefna að því að ná að selja um 680.000 bíla á ári, sem er um 1% af heildarbifreiðasölunni í heiminum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert