Engin lækning fundin þrátt fyrir 20 ára baráttu

Nóbelsverðlaunahafinn og líffræðingurinn, David Baltimore, segir að vísindamenn séu ekkert nær því að finna lækningu við HIV í dag heldur en þeir voru fyrir tuttugu árum. Baltimore segir að baráttan við HIV sé hins vegar það mikilvæg að vísindamenn megi aldrei gefast upp við að reyna að þróa lyf sem getur læknað sjúkdóminn.

Baltimore sagði á ráðstefnu samtaka bandarískra vísindamanna að HIV veiran hafi fundið leið til þess að verjast varnarkerfi líkamans og að þrátt fyrir að það sé skiljanlegt að illa hafi gengið við að finna lyf sem getur tekist á við veiruna þá megi ekki láta undan í baráttunni gegn HIV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert