Hvítt flagg hjá HD-DVD?

Kvikmyndaritið The Hollywood Reporter telur sig hafa traustar heimildir fyrir því að innan fárra vikna muni Toshiba gefast upp á HD-DVD og játa ósigur sinn gagnvart Blu-ray. Toshiba er eitt aðalfyrirtækið á bak við HD-DVD og er það því ljóst að ef Toshiba játar ósigur er háskerpustaðlastríðið búið. Blaðið segir að ástæðurnar fyrir uppgjöfinni séu meðal annars sú ákvörðun Warner-kvikmyndaversins að styðja Blu-ray og síðan sú staðreynd að fyrirtækið tapar háum fjárhæðum á hverjum HD-DVD spilara sem framleiddur er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert