Tölvuleikjarisinn Nintendo græðir kannski á tá og fingri en samkvæmt nýjum tölum fyrirtækisins tapar það miklum fjármunum á bíræfnum þjófum sem stunda svokallaða sjóræningjastarfsemi. Samkvæmt stærðfræðisnillingum Nintendo tapaði fyrirtækið 975 milljónum dollara á síðasta ári vegna sjóræningjastarfseminnar en einnig vegna þess að óprúttnir aðilar eru að breyta tölvum sínum til að geta sótt leiki á jafningjanet. Forráðamenn Nintendo munu án efa gera einhverjar tilraunir til að minnka það tap sem verður vegna þessa þjófnaðar en forsvarsmenn Nintendo segja að vinsældir Wii- og DS-tölvanna geri leiki fyrir þessar tölvur býsna eftirsóknarverða í augum tölvuþrjóta.