Loftmengun slæm fyrir greind barna

Svifryk yfir Reykjavík
Svifryk yfir Reykjavík Árvakur/Þorkell Þorkelsson

Börn sem búa á svæðum þar sem loftmengun er mikil hafa lægri greinarvísitölu en börn sem búa við mikil loftgæði. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var við Harvard School of Public Health í Boston.

Í grein sem birt er í nýjasta tímariti American Journal of Epidemiology kemur fram að mengun hafi sömu áhrif á greindarvísitölu barna og ef móðir reykir tíu sígarettur meðan á meðgöngu stendur, eða ef barn verður fyrir blýmengun.

202 börn á aldrinum átta til ellefu ára tóku þátt í rannsókninni. Vísindamennirnir sem framkvæmdu rannsóknina fundu samhengi milli heilastarfsemi barnanna og þess hve mikið magn sótagna er í andrúmslofti þar sem þau búa.

Sótagnir finnast meðal annars í útblæstri díselbifreiða.

Sem dæmi þá mældust börn sem bjuggu við mikla loftmengun  3,4 stigu lægra skor á greindarvísitöluprófum en þau sem bjuggu við mikil loftgæði, en einnig virðist mengunin hafa áhrif á málhæfileika, minni og námsgetu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert