Staðlastríðinu er loksins lokið

Blu-ray diskur.
Blu-ray diskur.

Tæknifyr­ir­tækið Tos­hiba hef­ur nú op­in­ber­lega játað sig sigrað í bar­átt­unni um háskerpu­mynddisk­ana en fyr­ir­tækið hef­ur ákveðið að leggja niður HD-DVD-staðal sinn. Frétta­stofa Reu­ters hef­ur það eft­ir japönsku NHK-frétta­stof­unni að Tos­hiba muni hætta að eyða tíma sín­um og fjár­mun­um í fram­leiðslu og þróun á HD-DVD-spil­ur­um og muni á end­an­um snúa sér að fram­leiðslu á Blu-ray-spil­ur­um.

Upp­haf and­arslitra HD-DVD má rekja til þeirr­ar ákvörðunar Warner bros.-kvik­mynda­vers­ins að skipta al­farið yfir í Blu-ray-staðal­inn en und­an­farna daga hafa stór­ir markaðsaðilar á borð við Best­Buy og Wall­mart ákveðið að ein­blína á Blu-ray og það mun hafa verið síðasti nagl­inn í lík­kistu HD-DVD. Í ljósi þessa er reiknað með því að sala á háskerpu­mynddisk­um og spil­ur­um auk­ist til muna en talið er að staðlastríðið hafi haldið aft­ur af tækn­inni.

Tals­menn Tos­hiba hafa ekki viljað staðfesta frétt­ir NHK en fyr­ir­tækið hef­ur tapað gríðarleg­um fjár­mun­um á HD-DVD, allt að hundruðum millj­ón­um doll­ara. vij

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert