Staðlastríðinu er loksins lokið

Blu-ray diskur.
Blu-ray diskur.

Tæknifyrirtækið Toshiba hefur nú opinberlega játað sig sigrað í baráttunni um háskerpumynddiskana en fyrirtækið hefur ákveðið að leggja niður HD-DVD-staðal sinn. Fréttastofa Reuters hefur það eftir japönsku NHK-fréttastofunni að Toshiba muni hætta að eyða tíma sínum og fjármunum í framleiðslu og þróun á HD-DVD-spilurum og muni á endanum snúa sér að framleiðslu á Blu-ray-spilurum.

Upphaf andarslitra HD-DVD má rekja til þeirrar ákvörðunar Warner bros.-kvikmyndaversins að skipta alfarið yfir í Blu-ray-staðalinn en undanfarna daga hafa stórir markaðsaðilar á borð við BestBuy og Wallmart ákveðið að einblína á Blu-ray og það mun hafa verið síðasti naglinn í líkkistu HD-DVD. Í ljósi þessa er reiknað með því að sala á háskerpumynddiskum og spilurum aukist til muna en talið er að staðlastríðið hafi haldið aftur af tækninni.

Talsmenn Toshiba hafa ekki viljað staðfesta fréttir NHK en fyrirtækið hefur tapað gríðarlegum fjármunum á HD-DVD, allt að hundruðum milljónum dollara. vij

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert