Forritin læra af sjálfsdáðum

Þríun alhliða leikjaspilara, forrita sem geta lært af sjálfsdáðum að spila nánast hvaða leik sem er, er eitt þeirra rannsóknaverkefna sem Rannsóknasjóður styrkir á þessu ári. Verkefnið er meðal 178 verkefna sem sjóðurinn styrkir á árinu, en 71 nýtt verkefni bættist við nýlega.

Yngvi Björnsson, dósent við tölvunarfræðideild HR, er verkefnisstjóri leikjaspilaraverkefnisins sem fékk fimm milljóna króna styrk. Verkefnið byggist á gervigreind og er markmiðið að hanna enn fullkomnari leitar- og lærdómstækni fyrir alhliða leikjaforrit en nú er til.

Yngvi sagði að líta mætti á leikina sem rannsóknarstofu því gott væri að þróa nýjar aðferðir í svo vel skilgreindu umhverfi sem leikir gjarnan væru í. Leikreglurnar eru yfirleitt skýrar. „Svo er hugmyndin að taka þetta út í hvers konar hugbúnað sem lærir af sjálfsdáðum.“ Þannig má hugsa sér að slíkur hugbúnaður geti nýst í sjálfstýrð farartæki eða einkatölvur læri að laga sig að notkunarvenjum eigenda sinna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka