Microsoft sviptir hulunni af hugbúnaðartækni

Bill Gates, stjórnarformaður og stofnandi Microsoft.
Bill Gates, stjórnarformaður og stofnandi Microsoft. AP

Bandaríski tölvurisinn Microsoft hefur tilkynnt að fyrirtækið muni gera öllum kleift að sjá tæknina sem er á bak við sum af helstu hugbúnaðarforritum Microsoft. Tilgangurinn með þessu er að auðvelda það að keyra Microsoft-hugbúnað með hugbúnaði keppinautanna.

Microsoft hyggst birta mikilvægar hugbúnaðarupplýsingar á vefsíðu sinni. Þá hefur fyrirtækið heitið því að fara ekki í mál við þá sem þróa opin kerfi, þ.e. kerfi sem allir geta nálgast ókeypis.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið rannsókn á Microsoft á þeim grundvelli að takmarkaður aðgangur að tæknikunnáttu fyrirtækisins geti verið samkeppnishamlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert