Vetrarbrautin er tvöfalt stærri en talið var

Vetrarbrautin er tvöfalt stærri en áður var talið að mati …
Vetrarbrautin er tvöfalt stærri en áður var talið að mati ástralskra vísindamanna. Reuters

„Vetr­ar­braut­in er tvö­falt stærri en það sem við héld­um að hún væri.“ Þetta seg­ir Ástr­al­inn Bry­an Gaensler, pró­fesor í stjar­neðlis­fræði sem stýrði hóp fræðimanna sem komst að þeirri niður­stöðu að Vetr­ar­braut­in væri 12 þúsund ljós­ár á þykkt en ekki 6 þúsund eins og áður var talið.

Hóp­ur­inn fékk all­ar helstu upp­lýs­ing­arn­ar á net­inu sem notaðar eru af flest öll­um. Það tók ekki lang­an tíma fyr­ir hóp­inn að kom­ast að niður­stöðu sem kom öll­um á óvart. Töl­urn­ar voru reiknaðar nokkr­um sinn­um áður en hóp­ur­inn var sann­færður að ekki væri um að vill­ast. Vetr­ar­braut­in er ekki bara stór, hún er risa­stór.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert