Vetrarbrautin er tvöfalt stærri en talið var

Vetrarbrautin er tvöfalt stærri en áður var talið að mati …
Vetrarbrautin er tvöfalt stærri en áður var talið að mati ástralskra vísindamanna. Reuters

„Vetrarbrautin er tvöfalt stærri en það sem við héldum að hún væri.“ Þetta segir Ástralinn Bryan Gaensler, prófesor í stjarneðlisfræði sem stýrði hóp fræðimanna sem komst að þeirri niðurstöðu að Vetrarbrautin væri 12 þúsund ljósár á þykkt en ekki 6 þúsund eins og áður var talið.

Hópurinn fékk allar helstu upplýsingarnar á netinu sem notaðar eru af flest öllum. Það tók ekki langan tíma fyrir hópinn að komast að niðurstöðu sem kom öllum á óvart. Tölurnar voru reiknaðar nokkrum sinnum áður en hópurinn var sannfærður að ekki væri um að villast. Vetrarbrautin er ekki bara stór, hún er risastór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert