Flýgur á lífrænu eldsneyti

Flugvélin eftir flugtak frá Heathrow.
Flugvélin eftir flugtak frá Heathrow. Reuters

Boeing 747 farþega­flug­vél frá breska flug­fé­lag­inu Virg­in lenti fyr­ir stundu á Schip­hol flug­velli í Amster­dam eft­ir flug frá Heathrow flug­velli í Lund­ún­um. Það sem ger­ir þessa flug­ferð óvenju­lega er að einn af fjór­um hreyfl­um vél­ar­inn­ar var  knú­inn með líf­rænu eldsneyti en ekki flug­véla­bens­íni.

Mark­miðið með flug­ferðinni, sem far­in var án farþega, er að sýna fram á að líf­rænt eldsneyti mynda minna kol­efni við brennslu en hefðbundið eldsneyti.

Rich­ard Bran­son, for­stjóri Virg­in, sagði áður en flug­vél­in lagði af stað, að þessi til­raun muni leiða til þess, að Virg­in Atlantic muni nota hreinna eldsneyti á vél­ar sín­ar fyrr en bú­ist var við og afla mik­il­vægr­ar vitn­eskju, sem hægt verði að nota til að draga til muna úr kol­efn­is­los­un. 

Eldsneytið sem notað er á hreyf­il­inn er unnið úr  babassu­hnet­um, sem vaxa í Bras­il­íu, og kókós­hnet­um.

Richard Branson gengur um borð í flugvélina í dag.
Rich­ard Bran­son geng­ur um borð í flug­vél­ina í dag. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert