Netscape Navigator vefvafrinn sem margir þekkja frá árdögum netsins er nú í eigu AOL og verður lagður niður eða réttar sagt verður ekki viðhaldið frá og með morgundeginum.
Um miðjan síðasta áratug þegar stór hópur almennings fór að nýta sér netið voru um það bil 90% sem notuðust við Netscape Navigator.
Nú hefur vafrinn, samkvæmt fréttavef BBC, ekki nema 0,6% markaðshlutdeild og hefur orðið undir í baráttunni við Internet Explorer, Firefox og jafnvel Opera.
AOL mælir með að þeir sem notast enn við Netscape Navigator skipti yfir í Firefox eða Flock sem eru byggðir á sömu grunntækni.