Netscape lagður niður

Netscape verður ekki viðhaldið lengur.
Netscape verður ekki viðhaldið lengur.

Netscape Navigator vef­vafr­inn sem marg­ir þekkja frá ár­dög­um nets­ins er nú í eigu AOL og verður lagður niður eða rétt­ar sagt verður ekki viðhaldið frá og með morg­un­deg­in­um.

Um miðjan síðasta ára­tug þegar stór hóp­ur al­menn­ings fór að nýta sér netið voru um það bil 90% sem notuðust við Netscape Navigator.

Nú hef­ur vafr­inn, sam­kvæmt frétta­vef BBC, ekki nema 0,6% markaðshlut­deild og hef­ur orðið und­ir í bar­átt­unni við In­ter­net Explor­er, Firefox og jafn­vel Opera.

AOL mæl­ir með að þeir sem not­ast enn við Netscape Navigator skipti yfir í Firefox eða Flock sem eru byggðir á sömu grunn­tækni.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert