Kenning Darwins felld?

mbl.is

Vís­inda­menn við Upp­sala­há­skóla í Svíþjóð hafa birt niður­stöður nýrra rann­sókna er varða upp­runa tam­inna hænsna og þeirra á meðal ís­lensku land­náms­hænsn­anna. Niður­stöðurn­ar voru birt­ar í gær á vefsíðu vís­inda­tíma­rits­ins PLoS Genetics.

Rann­sókn­ar­vinn­an er ekki síst mik­il­væg fyr­ir þá staðreynd að hún koll­varp­ar kenn­ingu Char­les Darw­ins um upp­runa tam­inna hænsna, en Darw­in hélt því fram að upp­runi þeirra væri frem­ur ein­fald­ur, þ.e. að þau væru kom­in af rauðum villi­hænsn­um (l. Gallus gallus).

Vís­inda­menn­irn­ir frá Upp­sala­há­skóla hafa nú afsannað þá kenn­ingu og sýnt fram á að þó hænsn­in séu vissu­lega að mest­um hluta kom­in af rauðu villi­hænsn­un­um þá hafi snemma átt sér stað kyn­blönd­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert