Ný regnhlíf vekur athygli

00:00
00:00

Ný teg­und af regn­hlíf­um hef­ur verið kynnt til sög­unn­ar í Banda­ríkj­un­um og af mynd­um að dæma ætti hún að eiga sér­lega vel við á hinu vinda­sama Íslandi þar sem hefðbundn­ar regn­hlíf­ar hafa átt und­ir högg að sækja. 

Nýja regn­hlíf­in nefn­ist Nu­brella og von­ast fram­leiðend­ur til að hún muni leysa hina eldri út­gáfu af hólmi. 

Nýja út­gáf­an veit­ir betri vörn gegn veðri og vind­um úr öll­um átt­um og fyr­ir utan að sleppa við að snúa henni upp í vind­inn til að hún brett­ist ekki upp á röng­unni í snörp­um vind­hviðum þá hvíl­ir hún á öxl­um not­and­ans sem er því frjálst að nota báðar hend­ur í annað. 

Reu­ters frétta­stof­an skýrði frá hinni nýju upp­finn­ingu í dag. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka