Ný tegund af regnhlífum hefur verið kynnt til sögunnar í Bandaríkjunum og af myndum að dæma ætti hún að eiga sérlega vel við á hinu vindasama Íslandi þar sem hefðbundnar regnhlífar hafa átt undir högg að sækja.
Nýja regnhlífin nefnist Nubrella og vonast framleiðendur til að hún muni leysa hina eldri útgáfu af hólmi.
Nýja útgáfan veitir betri vörn gegn veðri og vindum úr öllum áttum og fyrir utan að sleppa við að snúa henni upp í vindinn til að hún brettist ekki upp á röngunni í snörpum vindhviðum þá hvílir hún á öxlum notandans sem er því frjálst að nota báðar hendur í annað.
Reuters fréttastofan skýrði frá hinni nýju uppfinningu í dag.