PayPal varar við notkun Safari

Safari frá Apple.
Safari frá Apple. mbl.is

PayPal netgreiðsluþjónustan hefur varað viðskiptavini sína við því að nota Safari vafrann, sem fylgir með einkatölvum frá Apple og segir hann óöruggari en nýjustu útgáfur vinsælli vafra á borð við Firefox og Opera.

Ástæðan fyrir því að PayPal, sem er ein mest notaða netgreiðsluþjónusta heims, hefur gefið út viðvörunina er að vafrinn þykir ekki veita nægilega vernd gegn tölvuþrjótum sem reyna að nálgast upplýsingar um notendanöfn og lykilorð viðskiptavina PayPal með því að beina þeim inn á falsaðar vefsíður.

Í flestum nýrri vöfrum eru varnir sem vara við slíkum tilraunum, í Safari vafranum hefur slíkum vörnum enn ekki verið komið við.

Safari fylgir með Apple tölvum og iPhone símum, þá er hægt að hlaða honum niður fyrir Windows tölvur. Þrátt fyrir þetta nota aðeins um 4,5% netnotenda vafrann, svo viðvörunin á aðeins við um lítinn hluta netnotenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert