Fleiri húsverk - meira kynlíf

Banda­rísk­ir karl­menn eru enn ekki orðnir jafn dug­leg­ir við heim­il­is­störf­in og kon­ur þeirra, en á heild­ina litið hafa þeir þó tekið sér tak og eru hvergi nærri jafn lat­ir til hús­verk­anna og þeir voru, seg­ir í nýrri skýrslu þar sem sál­fræðing­ur kveðst enn­frem­ur telja að auk­inn dugnaður karla í þess­um efn­um leiði til meira kyn­lífs.

Það var stofn­un­in Council on Contemporary Families sem birti skýrsl­una i dag. Í henni eru dregn­ar sam­an niður­stöður nokk­urra ný­legra rann­sókna á áhrifaþátt­um í fjöl­skyldu­lífi.

Ein þess­ara rann­sókna leiddi í ljós að fram­lag karla til heim­il­is­starfa hef­ur tvö­fald­ast á und­an­förn­um fjór­um ára­tug­um; önn­ur rann­sókn sýndi að á sama tíma­bili hafði sá tími sem karl­ar vörðu við umönn­un barna sinna þre­fald­ast.

Í skýrsl­unni seg­ir, að þótt enn hafi ekki náðst fullt jafn­ræði með kon­um og körl­um hafi greini­lega orðið grund­vall­ar­breyt­ing, sem ekki verði snúið við, á „leik­regl­un­um.“

Jos­hua Co­lem­an, sál­fræðing­ur í San Francisco og einn höfn­da skýrsl­unn­ar, seg­ir að ef heim­il­is­störf­un­um sé jafnt deilt geti það leitt til auk­inn­ar ham­ingju í hjóna­band­inu og meira kyn­lífs.

„Ef karl­inn sinn­ir hús­verk­un­um tel­ur kon­an það vera til marks um að hon­um þyki virki­lega vænt um hana - hann kem­ur ekki fram við hana eins og þjón. Og ef kon­an finn­ur til streitu vegna þess að allt er á öðrum end­an­um á heim­il­inu og karl­inn ligg­ur í sóf­an­um á meðan hún ryk­sug­ar er ekki lík­legt að hún sé í miklu stuði,“ sagði Co­lem­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert