Tölvupóstsstress

Rusltölvupóstur er gríðarlegt vandamál á Netinu.
Rusltölvupóstur er gríðarlegt vandamál á Netinu. mbl.is/Jim Smart

Tvær milljónir tölvupósta eru send á hverri mínútu sem gerir nánast þrjá milljarða á dag.  Nýleg rannsókn í Bretlandi sýndi að 1/3 hluti starfsmanna á skrifstofum þjakaðir af streitu sem rekja má beint til tölvupósts, að því er fram kemur á fréttavef BBC.  

Þetta er dýrt þar að auki.  Dæmi er um að fyrirtæki hafi eytt um 39 milljónum punda, rúmlega 5 milljörðum króna, í að fást við einskis verða tölvupósta. 

Nú er verið að þvinga fyrirtæki til að hjálpa starfsfólki að fást við tölvupóstaflóðið.  Sum þeirra ráða sérfræðinga á sviði tölvupósta á meðan önnur eru að reyna að virkja sérstaka daga þar sem enginn tölvupóstur er sendur eða móttekinn. 

52 klukkustundir á ári fara í að fást við ruslpóst

Maður að nafni Ray Tomlinson er upphafsmaður tölvupóstsins.  Hann segist vera ánægður með uppfinningu sína en segir jafnframt að hann hafi ekki órað fyrir hversu hratt hún myndi breiðast út.  „Tölvupóstur hefur umbylt allri fyrirtækjastarfsemi og á meðan margt gott er hægt að segja um þessa tækni þá er margt sem telst miður gott.  Það er verulega einfalt að notast við hana, bara skrifa og ýta á „send“. Eins og reynslan hefur sýnt þá er ekki allur póstur þess virði að fá eða lesa.  Að jafnaði eyðir meðalmaður 52 klukkustundum á ári í að fást við ruslpóst.  „Ruslpóstur er mikið vandamál“, segir Thomlinson.  „Sumt fólk fær einfaldlega bara endalausar birðir af því og það er afar óheppilegt“. 

14 milljón stresstengdir veikindadagar á ári

Bretar taka sér 14 milljón streitutengda veikindadaga á ári.  Cary Cooper, prófessor, telur að tölvupóstur sé stór ástæða fyrir kvíða hjá starfsfólki.  „Innhólf hjá starfsfólki veldur þeim áhyggjum, vegna  fjölda þeirra og hve margir þeirra eru illa frágengnir. Fólk vill finna lausnir á þessum vanda“, segir Cooper.  „Við erum alltaf að, nánast tiltæk hvenær sem er sólarhrings.  Að mínu bati er tölvupóstur er hættulegasti streituvaldur okkar tíma“, bætti hann við.

Drög að lausn?

Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte fékk að finna fyrir þrýstingi frá starfsfólki sínu og tók upp á því að fá alla starfsmenn til að hætta að senda innanhús tölvupóst.  Það hafði jákvæð áhrif þar sem „allir fóru að hugsa sig betur um hvað þeir létu frá sér, til hverra þeir voru að senda skilaboðin og loks veltu fólk fyrir sér hvort hægt væri að koma skilaboðum til skila á annan hátt.  Fólk fór raunverulega að hugsa um hvað það væri að gera“, sagði Mary Hensher deildarstjóri hjá fyrirtækinu. 

Dagar án innanhúss tölvupósts hjá fyrirtækinu vörðu ekki lengi en Hensher taldi tilraunina vel þess virði.  „Þó svo að dagar án innanhúss tölvupósts séu taldir þá hefur dregið verulega úr tölvupóstaflóðinu innan veggja fyrirtækisins því fólk er orðið meira meðvitað um hvað það sendir frá sér„ sagði hún. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert