Benedikt páfi sagði í dag að ekki væri æskilegt að vísindin leituðust við að gera menn ódauðlega. Komi þetta fram í predikun hans í dag, þar sem hann velti því fyrir sér hvort það yrði til bóta ef lyf myndi finnast sem kæmi í veg fyrir dauðann.
Að mati páfa myndi slíkt leiða til þess að heimurinn yrði fullur af gömlu fólki og ekkert pláss yrði fyrir hina yngri. Páfi, sem er áttræður, sagði að vonandi kæmi aldrei til þess að hægt yrði að framlengja líf að eilífu.