Kópar í hættu vegna hlýnunar jarðar

mbl.is

Hundruð sel­skópa eru í bráðri hættu um að drep­ast sök­um hung­urs og kulda  vegna þess að hlýn­um jarðar bræðir ís­inn á Norður­heim­skauts­svæðinu of hratt. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá The World Wide Fund for Nature í Þýskalandi.  

„Sums staðar hér á Norður­heim­skaut­inu mun ekki einn ein­asti sel­ur sem fædd­ist fyr­ir fá­ein­um vik­um lifa af“ sagði talsmaður WWF.  Hundruð sela af þeim fimmtán hundruð sem fædd­ust í þess­um og síðasta mánuði eru í mik­illi hættu.

Kóp­ar eyða fyrstu vik­um lífs síns í hol­um sem grafn­ar eru í ís­inn en ef það svæði bráðnar hafna þeir í sjón­um áður en þeir hafa byggt upp nægi­legt fitu­lag til að dafna þar.  „Komi það fyr­ir ungviðið deyr það á sárs­auka­full­an hátt“ seg­ir Cat­hrin Mu­en­ster, talskona WWF.

The World Wide Fund greindi frá því að það væri minni ís á Norður­heim­skauts­svæðinu nú en fyr­ir þrjú hundruð árum á sama tíma árs­ins.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert