Hundruð selskópa eru í bráðri hættu um að drepast sökum hungurs og kulda vegna þess að hlýnum jarðar bræðir ísinn á Norðurheimskautssvæðinu of hratt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá The World Wide Fund for Nature í Þýskalandi.
„Sums staðar hér á Norðurheimskautinu mun ekki einn einasti selur sem fæddist fyrir fáeinum vikum lifa af“ sagði talsmaður WWF. Hundruð sela af þeim fimmtán hundruð sem fæddust í þessum og síðasta mánuði eru í mikilli hættu.
Kópar eyða fyrstu vikum lífs síns í holum sem grafnar eru í ísinn en ef það svæði bráðnar hafna þeir í sjónum áður en þeir hafa byggt upp nægilegt fitulag til að dafna þar. „Komi það fyrir ungviðið deyr það á sársaukafullan hátt“ segir Cathrin Muenster, talskona WWF.
The World Wide Fund greindi frá því að það væri minni ís á Norðurheimskautssvæðinu nú en fyrir þrjú hundruð árum á sama tíma ársins.