Í lagi að drekka vín með barn á brjósti

Svíar telja óhætt að drekka áfengi í hófi með brjóstagjöf.
Svíar telja óhætt að drekka áfengi í hófi með brjóstagjöf. mbl.is/Brynjar Gauti

Nú mega konur með barn á brjósti drekka vín og áfenga drykki í hófi. Sænska manneldisráðið hefur hingað til ráðlagt konum að drekka ekki áfengi þar sem talið var að það findi sér leið í gegnum brjóstamjólkina og gæti haft skaðleg áhrif á barnið en nú hefur verið horfið frá þeirri stefnu.

Samkvæmt frétt í sænska ríkissjónvarpinu hefur sænska manneldisráðið yfirfarið öll þau ráð sem gefin eru óléttum konum og konum með barn á brjósti og komist að þeirri niðurstöðu að tími sé kominn til að færa sum þeirra til nútímans.

Samkvæmt nýju ráðgjöfinni eiga konur með barn á brjósti að geta drukkið eitt til tvö vínglös einu sinni til tvisvar í viku en óléttar konur eiga eigi að síður að halda sig frá öllu áfengi.

Vitnað er í rannsóknir Olle Hernell prófessors í ungbarnalækningum við háskólann í Umeå en hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að hófleg áfengisneysla kvenna með barn á brjósti sé ekki skaðleg fyrir barnið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert