Í lagi að drekka vín með barn á brjósti

Svíar telja óhætt að drekka áfengi í hófi með brjóstagjöf.
Svíar telja óhætt að drekka áfengi í hófi með brjóstagjöf. mbl.is/Brynjar Gauti

Nú mega kon­ur með barn á brjósti drekka vín og áfenga drykki í hófi. Sænska mann­eld­is­ráðið hef­ur hingað til ráðlagt kon­um að drekka ekki áfengi þar sem talið var að það findi sér leið í gegn­um brjóstamjólk­ina og gæti haft skaðleg áhrif á barnið en nú hef­ur verið horfið frá þeirri stefnu.

Sam­kvæmt frétt í sænska rík­is­sjón­varp­inu hef­ur sænska mann­eld­is­ráðið yf­ir­farið öll þau ráð sem gef­in eru ólétt­um kon­um og kon­um með barn á brjósti og kom­ist að þeirri niður­stöðu að tími sé kom­inn til að færa sum þeirra til nú­tím­ans.

Sam­kvæmt nýju ráðgjöf­inni eiga kon­ur með barn á brjósti að geta drukkið eitt til tvö vínglös einu sinni til tvisvar í viku en ólétt­ar kon­ur eiga eigi að síður að halda sig frá öllu áfengi.

Vitnað er í rann­sókn­ir Olle Her­nell pró­fess­ors í ung­barna­lækn­ing­um við há­skól­ann í Umeå en hann hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að hóf­leg áfeng­isneysla kvenna með barn á brjósti sé ekki skaðleg fyr­ir barnið.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert