Kynsjúkdómar útbreiddir meðal táningsstúlkna í Bandaríkjunum

Ein af hverjum fjórum táningsstúlkum í Bandaríkjunum er með kynsjúkdóm, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Algengust er sýking af völdum vörtuveiru, sem getur valdið leghálskrabbameini. Mun þetta vera fyrsta rannsóknin á útbreiðslu kynsjúkdóma meðal táningsstúlkna í Bandaríkjunum.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC. Rannsóknin var gerð á vegum Sóttvarnamiðstöðvar Bandaríkjanna (CDC) og byggðist á gögnum um 838 stúlkur á aldrinum 14 til 19 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert