Tölvupósturinn er orðinn að plágu sem tekur sífellt meiri tíma frá vinnandi fólki. Þannig segir í rannsókn fyrirtækisins Radicati Group að 196 milljarðar tölvupóstskeyta fari um jarðarkringluna sérhvern dag, tala sem verði komin upp í 374 milljarða 2011.
Þá kemur fram að skrifstofufólk verji upp undir einum og hálfum tíma á degi hverjum í að svara tölvupósti sem í mörgum tilfellum sé ruslpóstur.