Hafi einhver áhuga á að eignast risaeðlu gefst tækifærið brátt því í maí verður slíkur gripur boðinn upp í París á vegum uppboðsfyrirtækisins Christie's. Um er að ræða 65 milljóna ára gamla beinagrind af risaeðlu, sem fannst í Norður-Dakota í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum.
Beinagrindin er 7,4 metra löng og vegur nærri 2 tonn. Búist er við, að þeir sem vilja eignast eðlubeinin þurfti að reiða af hendi um hálfa milljón evra, jafnvirði 55 milljóna íslenskra króna.