Risaeðla til sölu

Hafi einhver áhuga á að eignast risaeðlu gefst tækifærið brátt því í maí verður slíkur gripur boðinn upp í París á vegum uppboðsfyrirtækisins Christie's. Um er að ræða 65 milljóna ára gamla beinagrind af risaeðlu, sem fannst í Norður-Dakota í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum.

Beinagrindin er 7,4 metra löng og vegur nærri 2 tonn. Búist er við, að þeir sem vilja eignast eðlubeinin þurfti að reiða af hendi um hálfa milljón evra, jafnvirði 55 milljóna íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert