Sjö stunda geimganga

Tveir geimfarar, sem komu með geimferjunni Endeavour til alþjóðlegu geimstöðvarinnar í vikunni, fóru í nótt í sjö stunda langa geimgöngu til að undirbúa að festa hluta af japanskri rannsóknarálmu við geimstöðina.

Geimfarinn Richard Linnehan, sem er í sinni fjórðu geimferð, og nýliðinn Garrett Reisman, fóru út úr geimstöðinni klukkan 1:18 í nótt og snéru aftur sjö stundum síðar.

Alls er áformað að geimfararnir fari í fimm geimgöngur meðan á dvöl þeirra stendur í geimstöðinni en geimferðin tekur alls 16 daga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert