Jöklar hopa hratt

Jöklar bráðna um allan heim.
Jöklar bráðna um allan heim. mbl.is/RAX

Um­hverf­isáætl­un Sam­einuðu þjóðanna seg­ir í nýrri skýrslu, að jökl­ar hopi hraðar en nokkru sinni fyrr og marg­ir gætu horfið á nokkr­um ára­tug­um með sama áfram­haldi. 

Stofn­un­in fylg­ist með um 30 jökl­um víðsveg­ar um heim­inn og seg­ir að bráðnun hafi verið afar mik­il árið 2006. Mest hopaði norski jök­ull­inn  Brei­da­blikk­brea, um 3,1 metra en jök­ull­inn Echaur­ren Norte í Chile var sá eini sem stækkaði. Að jafnaði hopuðu jöklar­ir um 1,5 metra árið 2006.

SÞ segja að þessi þróun gæti haft afar al­var­leg­ar af­leiðing­ar, einkum í Indlandi en ár í land­inu eiga upp­tök sín í jökl­um í Himalaja­fjöll­um. Þá eiga marg­ar ár á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna upp­tök í jökl­um í Kletta­fjöll­um og Sierra Nevada.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert