Google óttast yfirtöku Microsoft á Yahoo!

Höfuðstöðvar Yahoo! í Sunnyvale í Kalíforníu.
Höfuðstöðvar Yahoo! í Sunnyvale í Kalíforníu. AP

Forsvarsmenn leitarvélarinnar Google Inc. sögðust hafa áhyggjur af frjálsu flæði upplýsinga á netinu takist Microsoft að festa kaup á Yahoo leitarvélinni, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

Í síðasta mánuði reyndi Microsoft að kaupa Yahoo fyrir 44.6 milljarða dollara en því tilboði var hafnað á þeim forsendum að það væri of lágt.

Framkvæmdarstjóri Google, Eric Schmidt,  hefur mikar áhyggjur ef af þessum kaupum verður.  Hann benti á forsögu Microsoft og „til þeirra hluta sem þeir hafa gert sem valdið hafa vandræðum“ en hann fór ekki nánar í málið.

Árið 2004 sektaði evrópskur dómstóll Microsoft um 497 milljónir evra fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína með Windows stýrikerfinu og skaða keppinauta. „Við höfum áhyggjur af því að Microsoft muni gera slæma hluti fyrir internetið,“ sagði Schmitdt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert