Google óttast yfirtöku Microsoft á Yahoo!

Höfuðstöðvar Yahoo! í Sunnyvale í Kalíforníu.
Höfuðstöðvar Yahoo! í Sunnyvale í Kalíforníu. AP

For­svars­menn leit­ar­vél­ar­inn­ar Google Inc. sögðust hafa áhyggj­ur af frjálsu flæði upp­lýs­inga á net­inu tak­ist Microsoft að festa kaup á Ya­hoo leit­ar­vél­inni, að því er fram kem­ur á frétta­vef Reu­ters.

Í síðasta mánuði reyndi Microsoft að kaupa Ya­hoo fyr­ir 44.6 millj­arða doll­ara en því til­boði var hafnað á þeim for­send­um að það væri of lágt.

Fram­kvæmd­ar­stjóri Google, Eric Schmidt,  hef­ur mik­ar áhyggj­ur ef af þess­um kaup­um verður.  Hann benti á for­sögu Microsoft og „til þeirra hluta sem þeir hafa gert sem valdið hafa vand­ræðum“ en hann fór ekki nán­ar í málið.

Árið 2004 sektaði evr­ópsk­ur dóm­stóll Microsoft um 497 millj­ón­ir evra fyr­ir að mis­nota markaðsráðandi stöðu sína með Windows stýri­kerf­inu og skaða keppi­nauta. „Við höf­um áhyggj­ur af því að Microsoft muni gera slæma hluti fyr­ir in­ter­netið,“ sagði Schmit­dt. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert