Nýju ljósi varpað á orsakir offitu

Hús Íslenskrar erfðagreiningar.
Hús Íslenskrar erfðagreiningar.

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og bandaríska lyfjafyrirtækisins Merck birtu um helgina grein á vefsíðu tímaritsins Nature þar sem fjallað var um rannsóknir á erfðafræðilegum orsökum offitu og hvernig fituríkt mataræði getur haft áhrif á samspil erfðavísa.

Breska blaðið Daily Telegraph segir, að þessar rannsóknir hafi aukið líkur á því að hægt verði að framleiða lyf gegn offitu innan nokkurra ára. 

Rannsóknirnar byggðust á rannsóknum á um 1000 blóðsýnum og 700 fitusýnum úr Íslendingum. 

„Ef sjúkdómar á borð við offitu stafa af flóknu samspili erfðavísa er lykillinn að lækningu að endurskapa nákvæða samsetningu þessa erfðavísahópa," segir  Eric Schadt, vísindamaður hjá  Merck, í greininni í Nature.

Tilkynning Íslenskrar erfðagreiningar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert