Essemmessin komu til baka og ollu bilun

mbl.is/Jim Smart

Sms-kerfi Símans bilaði og var óvirkt í um klukkustund í gærkvöldi. Ástæðan var sú að aðili sem er með svokallaðan heildsöluaðgang sendi mikinn fjölda af sms-skilaboðum til útlanda en símkerfið sem átti að taka við öllum þessum skilaboðum lokaði fyrir þau og sendi þau öll til baka, að sögn Lindu Bjarkar Waage, upplýsingafulltrúa Símans.

Þegar skilaboðin streymdu öll til baka varð yfirhleðsla á SMS-kerfi Símans og því fór sem fór. Að sögn Lindu varaði bilunin í rúmlega klukkustund og var kerfið komið í lag um klukkan 20 í gærkvöldi. „Við ræðum við þennan aðila og stillum okkar kerfi þannig að við getum gripið inn í fyrr þegar við fáum svona til baka,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert