Búmerang virkar úti í geimnum

Sérstæð tilraun japansks geimfara hefur leitt í ljós að búmerang virkar eins úti í geimnum og það gerir á jörðinni. Geimfarinn, Takao Doi, gerði þessa tilraun er hann var á frívakt fyrr í vikunni í Alþjóðlegu geimstöðinni, að því er talskona japönsku geimvísindastofnunarinnar greindi frá í gær.

Doi kastaði búmeranginu - eða bjúghverflinum, eins og það hefur verið nefnt á íslensku - og varð „mjög hissa á að sjá að það flaug nákvæmlega eins og það gerir á jörðinni,“ sagði Doi er hann ræddi við konuna sína utan úr geimnum.

Doi gerði tilraunina að beiðni landa síns Yasuhiro Togai, sem er heimsmeistari í búmerangkasti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka