Foreldrar barnanna oft til vandræða

Margir foreldrar láta allt of mikið eftir börnum sínum og eiga mikinn þátt í vaxandi agavandamálum í grunnskólum Bretlands, segir í nýrri skýrslu sem unnin var af Cambridge-háskóla.

Grunnskólaaldur í Bretlandi er 5-11 ár. Fram kemur á vefsíðu The Guardian að kennarar eigi í erfiðleikum með „lítinn en áberandi hóp“ nemenda sem tryllist ef þeir fái ekki vilja sínum framgengt, mæti örþreyttir í skólann eftir að hafa vakað allt of lengi og æ algengara sé að foreldrar slíkra barna séu „árásargjarnir“ og standi undantekningalaust með barninu. Stundum grípi foreldrarnir til ofbeldis gegn kennurum.

Haft er eftir kennurum að sumir „sveigjanlegir“ foreldrar viðurkenni að þeir láti of mikið eftir börnunum, oft til að halda friðinn eða þá vegna þess að þeir hafa gefist upp á að finna nothæfa hvatningu eða refsingu sem virkar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert