„Bláa pillan“ tíu ára

Tíu ár verða liðin nú í þess­ari viku frá því að stinn­ing­ar­lyfið Via­gra var sett á markaðinn í Banda­ríkj­un­um, og er ekk­ert lát á sölu lyfs­ins, sem varð til fyr­ir slysni.

Það voru vís­inda­menn á rann­sókna­stof­um lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Pfizer sem fundu upp lyfið, en banda­ríska Mat­væla- og lyfja­eft­ir­litið heim­ilaði markaðssetn­ingu þess 27. mars 1998.

„Við vor­um eig­in­lega að prófa si­denaf­il, virka efnið í Via­gra, sem lyfj við hjarta­sjúk­dóm­um og hvort það gæti unnið á háum blóðþrýst­ing­in,“ sagði dr. Bir­an Klee, fram­kvæmda­stjóri hjá Pfizer.

„En eitt af því sem kom í ljós í þess­um próf­un­um var að menn vildu ekki skila lyf­inu því að það hafði þær auka­verk­an­ir að holdr­is varð harðara, stinn­ara og stóð leng­ur.“

Frá því að Via­gra var sett á markaðinn hafa um 35 millj­ón­ir manna um heim all­an notað það, og lyfið gerði enn­frem­ur að verk­um að ekki varð leng­ur tabú að tala um stinn­ing­ar­vanda­mál, og því varð mun auðveld­ara að meðhöndla það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert