Flogið yfir umferðarhnúta

Óvenjulegur bíll var til sýnis á bílasýningunni í New York um páskana. Bíllinn nefnist  AirCar og eins og nafnið bendir til á að vera hægt að fljúga á honum yfir helstu umferðarhnútana. Bíllinn er raunar ekki fullgerður enn en hönnuðurinn vonast til þess að framleiðsla hefjist innan nokkurra ára.

Hugsanlega munu viðskiptavinir setja fyrir sig verðið, sem er áætlað um hálf milljón dala, jafnvirði um 37 milljóna króna en fyrir þá upphæð væri hægt að kaupa bæði lúxusbíl og litla flugvél og eiga samt afgang fyrir bensíni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert