Pandabirnir í kynfræðslu

Pandabirnir borða bambus í rannsóknarstofnuninni í Chengdu.
Pandabirnir borða bambus í rannsóknarstofnuninni í Chengdu. Reuters

Kín­versk­ir panda­birn­ir gang­ast nú und­ir um­fangs­mikla kyn­fræðslu og lík­ams­æfinga­áætl­un sem hef­ur það að mark­miði að hvetja þá til að maka sig. Þetta kem­ur fram í blaðinu China Daily í dag.

Panda­bjarna­mök­un­ar- og rann­sókn­ar­stofn­un­in í Chengdu í Kína læt­ur nú karl­kyns birni ganga á aft­ur­fót­un­um til að styrkja mjaðmar- og grind­ar­botnsvöðva þeirra og gera þá hæf­ari til að maka sig.

Er þetta gert með því að lokka birn­ina upp á aft­ur­fæt­urna með epl­um. Seg­ir blaðið, að æf­ing­arn­ar lík­ist dan­sæfing­um en hafi það að mark­miði að auka kyn­getu dýr­anna.

Risapönd­ur hafa al­mennt lít­inn áhuga á að maka sig enda er teg­und­in í út­rým­ing­ar­hættu. Í nóv­em­ber á síðasta ári voru 239 risapönd­ur í dýra­görðum í Kína og 27 dýr í görðum í öðrum lönd­um. Talið var að 1590 dýr lifðu villt í Kína.

Ýmis­legt hef­ur verið reynt til að örva kyn­hvöt þeirra, þar á meðal að sýna þeim  einskon­ar pönduklám. Þá hafa karlpönd­ur verið sett í búr, þar sem kven­dýr var áður, og öf­ugt, svo dýr­in gætu fundið lykt­ina af hvoru öðru og van­ist henni. Dýr­in voru síðan sett sam­an í búr. Ekki kem­ur fram í China Daily hvort þessi til­raun hafi tek­ist vel.

Yfir 30% dýr­anna í Chengdu geta nú makað sig eðli­lega en fyr­ir ára­tug var þetta hlut­fall aðeins 10%. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert