Njósnavél aðstoðar við löggæslu

Njósnavél sem notuð hefur verið í Arizona eyðimörkinni og við …
Njósnavél sem notuð hefur verið í Arizona eyðimörkinni og við landamæri Mexíkó HO

Lögregluyfirvöld í Miami í Bandaríkjunum verða mögulega þau fyrstu sem nýta sér nýjustu tæknina í baráttunni gegn glæpum. Um er að ræða fjarstýrða flugvél sem „njósnar“ um allt og alla á jörðu niðri.

Standist vélin próf sem lögð verða fyrir mun lögreglan í Miami nota hana til að fljúga yfir þéttbýli og aðstoða við löggæslu. Vélin er einungis um 6,3 kg. á þyngd.

„Ásetningur okkar er að nota vélina við herkænskuaðgerðir og fá fleiri augu. Þetta á að hjálpa okkur við að framkvæma aðgerðir,“ sagði Juan Villalba, talsmaður lögreglunnar í Miami.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka