Fengu hamingjuna í arf frá víkingunum

Nútímavíkingur á Hjaltlandseyjum.
Nútímavíkingur á Hjaltlandseyjum.

Vís­inda­menn í Árós­um í Dan­mörku segj­ast hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu, að þjóðir, sem komn­ar eru af vík­ing­um, séu al­mennt ham­ingju­sam­ari en aðrar þjóðir. Ástæðan sé sú, hve fé­lags­legt stuðnings­kerfi vík­ing­anna var vel þróað og kyn­slóðirn­ar, sem eft­ir komu, hafi fengið það í vöggu­gjöf.

Á frétta­vef Berl­ingske Tidende er haft eft­ir Christian Bjørnskov, lektor í viðskipta­há­skól­an­um í Árós­um, að 2/​3 hlut­ar dönsku þjóðar­inn­ar telji sig geta treyst á annað fólk. Þetta sé mun hærra hlut­fall en t.d. í Frakklandi og rann­sókn­ir bendi til þess, að þessi sam­kennd eigi stór­an þátt í því hvað Dan­ir eru ham­ingju­sam­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert