Farsímar hættulegri en reykingar

Hættulegri en reykingar?
Hættulegri en reykingar? Kristinn Ingvarsson

Farsímar geta mögulega drepið fleiri einstaklinga en reykingar eða asbest, samkvæmt rannsókn eftir krabbameinssérfræðinginn Vini Khurana. Fólk á að forðast notkun eins mikið og færi gefst og stjórnvöld og farsímafyrirtæki eiga að vinna hratt í að draga úr útbreiðslu geislunar þeirra.

Fleiri og fleiri niðurstöður benda til þess að notkun handfrjálsra búnaða í 10 ár eða meira tvöfaldi líkur á heilaæxli. Krabbamein myndast á einum áratug eða svo og minnkar það því trúverðugleika þeirra rannsókna sem greindu frá því að notkun þeirra væri hættulaus.

Fyrr á þessu ári varaði franska ríkisstjórnin við notkun farsíma og beindi spjótum sínum aðallega til barna. Þýsk stjórnvöld hafa einnig varað við notkun handfrjálsra búnaða og umhverfisstofnun Evrópu hefur farið fram á minni notkun almennt.

Khurana telur að farsímar geti bjargað mannslífum við ýmsar kringumstæður en hann telur að fyrrnefndu neikvæðu áhrifin sem þeir valda verði sönnuð án nokkurs vafa á næsta áratug. Hann óttast mikla fjölgun á heilaæxlum og dauða tengdum þeim á heimsvísu bregðist stjórnvöld og fyrirtæki ekki skjótt við og stuðli að minnkun á notkun.

„Búist er við því að þessi heilsuáhætta dragi fleiri til dauða en reykingar og asbest,“ sagði Khurana. Þrír milljarðir manna nota farsíma daglega og það eru þrefalt fleiri einstaklingar en reykja. Reykingar drepa fimm milljónir manna hvert ár og asbest dregur jafn marga Breta til dauða og umferðarslys.

Ekki eru samt allir fræðimenn á sömu skoðun og Khurana og bent er á að niðurstöður hans stangast á við niðurstöður Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og 30 annarra óskuldbundinna rannsakenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert