Fundist hafa nýjar vísbendingar um að menn hafi búið í Norður-Ameríku fyrir rúmlega 14.000 árum, eða um þúsund árum fyrr en talið hefur verið. DNA úr steingerðum saur sem fannst í helli í Oregon bendir til að þessir menn hafi verið skyldir mönnum sem bjuggu í Síberíu og Austur-Asíu.
Greint er frá þessu í vefútgáfu Science í dag.
Almennt hefur verið talið að menn hafi komið til Ameríku frá Asíu á landbrú milli Asíu og Alaska. Deilt hefur verið um hvenær þetta muni hafa verið.