Heilinn tengir áhættu í fjármálum við kynlíf

Reuters

Ný heilaskimunarrannsókn kann að hafa varpað ljósi á hvað kaupsýslumenn eru í rauninni að hugsa þegar þeir taka áhættu í fjármálum: Kynlíf.

Þegar ungum karlmönnum voru sýndar erótískar myndir voru þeir líklegri til að taka mikla fjárhagsáhættu en þegar þeim voru sýndar myndir af einhverju óttavekjandi á borð við snáka, eða einhverju hlutlausu, eins og t.d. heftara.

Æsandi myndir örvuðu virkni á sömu svæðum í heila mannanna og verða virk þegar áhætta er tekin í fjármálum.

„Frá þóunarlegu sjónarmiði hafa menn þörf fyrir bæði peninga og konur. Þetta virkja sömu svæði í heilanum,“ sagði Camelia Kuhnen, prófessor í viðskiptafræði við Northwestern-háskóla í Chicago, en hún gerði rannsóknina í samstarfi við Brian Knutson, sálfræðing við Stanford-háskóla.

Niðurstöðurnar birtast í nýjasta hefti vísindatímaritsins NeuroReport.

Tengslin á milli kynlífs og græðgi má rekja hundruð þúsunda ára aftur í tímann, til þess hlutverks karla að safna nauðþurftum og sjá um framfærslu til að laða að sér konur, er haft eftir Kevin McCabe, prófessor í hagfræði, lögum og taugavísindum við George Mason-háskóla, en hann tók ekki þátt í gerð rannsóknarinnar.

Niðurstöðurnar eru í samræmi við það sem fram fer á „gólfinu“ á verðbréfamörkuðum, segir Phil Flynn, fyrrverandi verðbréfamiðlari á gólfinu í kauphöllinni í Chicago. Líkingamálið sem notað sé á gólfinu megi einnig nota um kynlíf.

Stanford-rannsóknin þykir ennfremur staðfesta niðurstöður fyrri rannsókn á tengslum kaupsýslu og kynlífs.

Óbirtar niðurstöður rannsóknar sem gerð var við Harvard-háskóla sýna tengsl á milli mikils magns testósteróns og áhættusækni í fjármálum.

Terry Burnham, hagfræðingur við Harvard og höfundur bókarinnar „Mean Genes,“ segir þetta alltsaman mjög eðlilegt:

„Hérlendis er það svo, að maður þarf fyrst að eignast peninga. Þegar peningarnir eru fengnir öðlast maður völd. Þegar maður hefur öðlast völd getur maður náð í konurnar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka