Lýsi fjarlægir efni úr vörum

Lýsi hf. hefur þurft að fjarlægja glúkósamín úr vörum sínum eftir að efnið var skilgreint sem lyf hér á landi. Má nú aðeins selja vörur sem innihalda glúkósamín í apótekum, en ekki í matvöruverslunum eða heilsuvörubúðum.

Glúkósamín hefur verið hluti af vörutegundinni Lýsi og liðamín sem innihélt einnig lýsi, ómega-3 fitusýrur, kondróitín og C-vítamín.

Glúkósamín hefur bein áhrif á uppbyggingu á brjóski, en nú þegar efnið er skilgreint sem lyf má ekki selja glúkosamín með öðrum efnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert