Bill Gates, yfirmaður Micorsoft, segir að næsta útgáfa stýrikerfisins Windows komi væntanlega „einhverntíma á næsta árinu,“ en fulltrúi fyrirtækisins sagði síðar að áætlað væri að útgáfan yrði 2010. Nýjast útgáfan, Windows Vista, kom út í janúar í fyrra.
Sérfræðingar í tölvuiðnaðinum segja að spár Microsoft um útgáfutíma hafi oft reynst byggðar á talsverðri bjartsýni.
Gates lét ofangreind orð falla í ávarpi sem hann flutti um helgina, en fulltrúi Microsoft sagði síðar að Gates hefði átt við for-útgáfu stýrikerfisins, sem kallað hefur verið Windows 7, en ekki endanlega útgáfu.