Að taka rækilega til hendinni við heimilisstörfin bætir ekki bara umhverfi fólks það bætir einnig geðheilsuna. Samkvæmt nýrri breskri könnun þarf ekki nema 20 mínútur af reglulegri hreyfingu á viku til að létta fólki sem er þjakað af þunglyndi eða depurð lífið.
Á fréttavef BBC kemur fram að í könnun sem gerð var meðal 20 þúsund manns í University College London að létt hreyfing með reglulegu millibili frá skokki til átaka við heimilisstörfin hafa áhrif á geðheilsu fólks.
Fram kom að tiltektin dugði ekki til að bæta geðið nema duglega væri tekið á því og menn yrðu andstuttir og móðir við átökin og þau stunduð í 20 mínútur hið minnsta. Létt afþurrkun eða rölt út í sjoppu dugði ekki til.