Fyrstu tilraunir vísindamanna við Kaliforníuháskóla með lyf gegn Alzheimers-sjúkdómnum þykja gefa afar góða raun þótt enn sé of snemmt að segja til um hvort það fari á markað. Að sögn vísindamannanna hafa 90 prósent sjúklinga brugðist vel við meðferðinni sem fer þannig fram að lyfinu er sprautað í háls sjúklinga og það svo látið berast til heilans.
Tekið er dæmi af Marvin Millar, 82 ára sjúklingi sem er illa farinn af sjúkdómnum, þegar hann fær sprautu. Aðeins fimm mínútum síðar heilsar hann konu sinni sem hann var hættur að bera kennsl á, að því er vísindamennirnir fullyrða.