Bretar auðugri en fyrir 20 árum en ekki hamingjusamari

Frá 1987: Fatal Attraction.
Frá 1987: Fatal Attraction.

Breskar fjölskyldur eru almennt heilsuhraustari og tvöfalt efnaðri en þær voru fyrir tuttugu árum, en þær eru engu hamingjusamari en þær voru árið 1987, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar.

Meðalævinlengd bæði kvenna og karla á Bretlandi hefur lengst umtalsvert undanfarin 35 ár, og greinilega  hefur dregið úr dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma og heilablóðfalla.

Frá 1987 til 2006 tvöfölduðust ennfremur efni og útgjöld breskra heimila, að því er fram kemur í skýrslu bresku hagstofunnar, og The Telegraph greinir frá.

En þrátt fyrir bætta stöðu á þessum sviðum, í heilbrigði og efnahag, hefur eiginlega engin breyting orðið á því hve sáttir Bretar segjast almennt vera við líf sitt.

Á tímabilinu frá 1973 til 2006 hefur ánægja fólks haldist svo að segja óbreytt, og mælst að meðaltali 86%.

Hagstofan breska segir að þessi stöðnun sé í samræmi við svonefnda „Easterlin-þverstæðu,“ kennda við hagfræðinginn Richard Easterlin, sem komst að þeirri niðurstöðu árið 1974 að þvert á það sem vænta mætti ykist almenn hamingja ekki með aukinni velmegun eftir að grunnþörfum væri fullnægt.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert