Kílóið endurskilgreint

Þeir sem ein­hvern tíma hafa óskað þess að vigt­in á baðher­berg­inu hafi rangt fyr­ir sér gætu átt góðar eða slæm­ar frétt­ir í vænd­um.  Þýsk­ir vís­inda­menn vinna nú að því end­ur­skil­greina kílóið á ná­kvæm­ari hátt. 

Kíló­grammið er nú skil­greint sem massi sí­valn­ings úr plat­ínu, sem er geymd­ur í hvelf­ingu fyr­ir utan Par­ís í Frakklandi. Vís­inda­menn hjá Mæli­fræðistofn­un Þýska­lands ætla að nota nýja teg­und mæliein­ing­ar, síli­kon­kúlu með 10 sentí­metra þver­máli, til þess að ákv­arða betri staðlaða mæliein­ingu, en er nú til staðar.

Massi plat­ínusí­valn­ings­ins er að minnka og vita vís­inda­menn ekki hvers vegna, en til­gang­ur verk­efn­is­ins er að finna staðlaða ná­kvæm­ari mæl­ingu fyr­ir kílóið, sem er byggð á massa síli­konatóma.

Vís­inda­menn segja að hægt verði að reikna út öll atóm­in í nýrri og stöðugri síli­kon mæliein­ingu, út frá því hvar þau eru staðsett.  Síli­kon ein­ing­in var fram­leidd í Rússlandi, Ástr­al­íu, Þýskalandi og tók fimm ár að fram­leiða hana.  Vís­inda­menn segja hins veg­ar að breyt­ing­in á kíló mæliein­ing­unni verði svo lít­il að ein­ung­is vís­inda­menn muni taka eft­ir henni, og hún muni senni­lega ekki koma fram á baðher­bergis­vigt­inni.      

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert