Telja má fullvíst að mikill jarðskjálfti verði í Kaliforníu einhverntíma á næstu 30 árum, að því er vísindamenn greindu frá í gær. Nýir útreikningar bendi til að 99,7% líkur séu á 6,7 stiga skjáflta eða stærri. Eru líkurnar meiri í suðurhluta Kaliforníu en norðurhlutanum.
„Það má því segja að það sé fullvíst að þetta mun gerast,“ sagði jarðeðlisfræðingur við jarðfræðistofnunina US Geological Survey í Pasadena.
Jaðrskjálfti sem varð undir San Fernando dalnum í Los Angeles 1994 var 6,7 stig. Hann varð 72 að bana, yfir níu þúsund slösuðust og tjón í borginni var metið á 25 milljarða dala.