Leitarvélin Google: Í herferð gegn barnaklámi

AP

Bandaríska leitarvélin Google hefur ásamt samtökunum National Centre for Missing and Exploited Children þróað forrit sem getur fundið og fjarlægt síður með barnaklámi.

„Glæpamennirnir nota nýjustu tækni til þess að fremja ofbeldi gegn börnum. Í þessari baráttu neyðumst við einnig til að þróa nýjar aðferðir til að vernda börnin,“ segir formaður samtakanna, Ernie Allen. Frá 2002 hafa samtökin skráð 13 milljónir barnaklámmynda á netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert