Höfundur „fiðrildaáhrifanna“ látinn

Edward Lorenz.
Edward Lorenz. Reuters

Edward Lorenz, höfundur óreiðukenningarinnar, er látinn. Kenningin sýndi fram á að litlar aðgerðir geti leitt til mikilla breytinga, eða hin svokölluðu „fiðrildaáhrif.“ Lorenz var níræður.

Lorenz var veðurfræðingur. Árið 1969 komst hann að því, að lítilsháttar breyting í kviku kerfi á borð við andrúmsloftið gæti sett af stað meiriháttar umbyltingu.

Árið 1972 kynnti hann rannsóknir sínar undir heitinu: „Forspár: Getur vængjablak fiðrildis í Brasilíu valdið hvirfilbyl í Texas?“

Kerry Emanuel, prófessor í loftslagsvísindum við MIT, þar sem Lorenz starfaði, sagði að með kenningum sínum hefði Lorenz „endanlega gert út af við hina kartesísku heimsmynd og hrundið af stað því sem nefnt hefur verið þriðja vísindabylting 20. aldar, á eftir afstæðiskenningunni og skammtafræðinni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka