Rússneskt Soyuzgeimfar lenti á jörðinni í morgun eftir 11 daga ferð til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Eitthvað fór úrskeiðis í lendingunni og lenti farið 20 mínútum of seint og um 420 klílómetrum frá fyrirhuguðum lendingarstað á steppum Kasakstan. Áhöfnin er heil á húfi en hún varð fyrir miklum áhrifum aðdráttarafls jarðar þegar farið kom inn í gufuhvolfið.
Í farinu voru Yi So-yeon, fyrsti geimfari Suður-Kóreu, Rússinn Júrí Malentsjenkó og Peggy Whitson frá Bandaríkjunjum.
Whitson setti met í ferðinni en hún hefur alls dvalið í geimnum í 377 daga.