Rafmagnslaus dagur á hnattvísu

Hvað er til ráða þegar fólk er farið að blogga í svefni? Lausnin er að taka sig alveg úr sambandi. Tölvuhönnuðurnir Denis Bystrov og Ashutosh Rajekar, sem starfa í Kanada, eru að undirbúa tölvu- og símalausan dag á hnattvísu í maí.   

Sumir kalla daginn “hinn veraldlega hvíldardag” á meðan aðrir kalla hann “órafmagnaði dagurinn”.   

Sarmiento, sem heldur uppi bloggsíðu á netinu, segist hafa tekið upp á því að fara að mála og er farin að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi eftir að hún ákvað að taka sig úr sambandi einu sinni í viku. Stundum tekur hún sig úr sambandi yfir heila helgi. “Þetta er bara gott. Þetta er svipað og að fara í frí,” sagði hún. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert