Hvað er til ráða þegar fólk er farið að blogga í svefni? Lausnin er að taka sig alveg úr sambandi. Tölvuhönnuðurnir Denis Bystrov og Ashutosh Rajekar, sem starfa í Kanada, eru að undirbúa tölvu- og símalausan dag á hnattvísu í maí.
Sumir kalla daginn “hinn veraldlega hvíldardag” á meðan aðrir kalla hann “órafmagnaði dagurinn”.
Tölvufíklarnir Sharon Sarmiento og Ariel Meadow Stallings eru fegnar því að geta slökkt á sér í smástund. Stallings er bloggari sem vinnur hlutastarf hjá Microsoft sem markaðskynnir ákvað að eyða 52 dögum á ári þar sem hún væri ekki á neinn hátt tengd tölvu. Hún líkti því við drykkjudauða þegar hún festist í tölvunni. Hún hreinlega sökk sér í hana og áður en hún vissi af var allur dagurinn og nóttin farin. Hún breiddi út boðskap sinn á netinu og komst að því að fleiri fundu sig í hennar sporum. “Þá gerði ég mér grein fyrir því að þetta vandamál einskorðast ekki við bandaríkjamenn heldur er þetta heimsvandamál,” sagði Stallings.Sarmiento, sem heldur uppi bloggsíðu á netinu, segist hafa tekið upp á því að fara að mála og er farin að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi eftir að hún ákvað að taka sig úr sambandi einu sinni í viku. Stundum tekur hún sig úr sambandi yfir heila helgi. “Þetta er bara gott. Þetta er svipað og að fara í frí,” sagði hún.
Samkvæmt David Greenfield, sem rannsaka hegðun einstaklinga á netinu, þá hlógu margir að honum þegar hann varaði mikilli notkun á netinu og það gæti leitt til fíknar. Allt að 10% bandaríkjamanna eyðileggja sambönd eða skemma fyrir sér í vinnunni með því að eyða of miklum tíma á netinu, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.